Erna Sóley og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 13:31 Erna Sóley Gunnarsdóttir er frjálsíþróttakona ársins 2022. FRÍ Á föstudaginn var fór fram uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands í Laugardalshöll. Þar var meðal annars tilkynnt hvaða fólk hlyti nafnbótina „frjálsíþróttafólk ársins.“ Að þessu sinni voru það kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson. Erna Sóley átti frábært ár. Hún setti Íslandsmet utanhúss þar sem hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Einnig varð hún Norðurlandameistari 23 ára og yngri sem og svæðismeistari innan-og utanhúss í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Hún keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar hún tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í München í Þýskalandi. Hilmar Örn átti einnig viðburðaríkt ár. Hann vannsterkt mót í Halle í Þýskalandi ásamt því að keppa á HM sem fór í Eugene í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Einnig tókst honum að kasta sig inn í úrslit Evrópumeistaramótsins í München.Hann endar efstur Íslendinga á stigalista alþjóðasambandsins eftir tímabilið. Hilmar Örn er frjálsíþróttakarl ársins.Patrick Smith/Getty Images Önnur verðlaun má sjá hér að neðan eða finna á vef FRÍ. Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA: Guðni Valur Guðnason – 1157 stig fyrir 65,27 metra í kringlukasti. Jónsbikar (besta spretthlaupsafrek): Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Náði stigahæsta afreki í spretthlaupi; 24,05sek í 200m innanhúss. Stökkvari ársins kvenna: Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki. Stökkvari ársins karla: Kristján Viggó Sigfinnson. Stökk 2,20m innanhúss og var annar á Heimsafrekaskrá U20 innanhúss 2022. Millivegalengdahlaupari ársins kvenna: Aníta Hinriksdóttir 2:05,20m í 800 metra innanhúss sem er stigahæsta afrek konu 2022. Millivegalengdahlaupari ársins karla: Baldvin Þór Magnússon. Átti frábært tímabil í Bandaríkjunum og komst í úrslit á HM innanhúss í 3000 metrum. Fjölþrautarkona ársins: María Rún Gunnlaugsdóttir. Fjölþrautarkarl ársins: Dagur Fannar Einarsson. Óvæntasta afrekið: Daníel Ingi Egilsson; Stekkur 15,31 metra í þrístökki á Norðurlandamóti U23 sem er besti árangur Íslendings í 60 ár. Þjálfari ársins: Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals og Ernu Sóleyjar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Erna Sóley átti frábært ár. Hún setti Íslandsmet utanhúss þar sem hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Einnig varð hún Norðurlandameistari 23 ára og yngri sem og svæðismeistari innan-og utanhúss í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Hún keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar hún tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í München í Þýskalandi. Hilmar Örn átti einnig viðburðaríkt ár. Hann vannsterkt mót í Halle í Þýskalandi ásamt því að keppa á HM sem fór í Eugene í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Einnig tókst honum að kasta sig inn í úrslit Evrópumeistaramótsins í München.Hann endar efstur Íslendinga á stigalista alþjóðasambandsins eftir tímabilið. Hilmar Örn er frjálsíþróttakarl ársins.Patrick Smith/Getty Images Önnur verðlaun má sjá hér að neðan eða finna á vef FRÍ. Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA: Guðni Valur Guðnason – 1157 stig fyrir 65,27 metra í kringlukasti. Jónsbikar (besta spretthlaupsafrek): Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Náði stigahæsta afreki í spretthlaupi; 24,05sek í 200m innanhúss. Stökkvari ársins kvenna: Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki. Stökkvari ársins karla: Kristján Viggó Sigfinnson. Stökk 2,20m innanhúss og var annar á Heimsafrekaskrá U20 innanhúss 2022. Millivegalengdahlaupari ársins kvenna: Aníta Hinriksdóttir 2:05,20m í 800 metra innanhúss sem er stigahæsta afrek konu 2022. Millivegalengdahlaupari ársins karla: Baldvin Þór Magnússon. Átti frábært tímabil í Bandaríkjunum og komst í úrslit á HM innanhúss í 3000 metrum. Fjölþrautarkona ársins: María Rún Gunnlaugsdóttir. Fjölþrautarkarl ársins: Dagur Fannar Einarsson. Óvæntasta afrekið: Daníel Ingi Egilsson; Stekkur 15,31 metra í þrístökki á Norðurlandamóti U23 sem er besti árangur Íslendings í 60 ár. Þjálfari ársins: Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals og Ernu Sóleyjar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira