Óttast dreifingu ösku á útivistarsvæðum og í almenningsgörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 09:37 Frumvarpið er þverpólitískt samstarf nokkurra þingmanna. Reykjavíkurborg segir útivistarsvæði sveitarfélaga mögulega geta orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu, ef öskudreifing verður gefin frjáls. Lagt er til að afla verði heimildar landeigenda eða umráðamanna lands áður en ösku er dreift. Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira