Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að neðansjávarfarið sé útbúið sérstakri hliðarhljóðsjá auk myndavélar sem nýtist við athugun sjávarbotnsins.
„Sérfræðingur frá Teledyne Gavia fór um borð í Þór í morgun ásamt sérfræðingum frá sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar til að aðstoða við leitina.
Þyrla Landhelgisgæslunnar verður einnig nýtt til leitar í dag. Leit hefst í birtingu,“ segir í tilkynningunni.

Útgerðarfélagið Vísir greindi frá því að skipverjinn á Sighvati GK-57 í Grindavík sem leitað hafi verið að frá því á laugardag heiti Ekasit Thasaphong og sé fæddur árið 1980. Hann býr í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum.