„Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 16:17 Fjörugar umræður sköpuðust á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“. Hann tók sem dæmi þáttinn Vikuna þar sem hin landsþekkta leikkona Ilmur Kristjánsdóttir var gestur og sagði að það hefði verið eitt af áramótaheitum hennar að leika vonda konu á árinu en hún leikur forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barna á RÚV. „Það er orðið lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst. Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda,“ sagði Ásmundur. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var eitt sinn áhrifakona innan Sjálfstæðisflokksins en skaut föstum skotum á fyrrum flokksfélaga á þinginu í dag.Vísir/Vilhelm Ræða Ásmundar féll í grýttan jarðveg á þingi því á eftir honum mætti hver þingmaðurinn á fætur öðrum til að gagnrýna málflutning hans, sú fyrsta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem sagði að hann væri í einni og sömu ræðunni að gera nákvæmlega það sem hann hefði ásakað dagskrárgerðarfólk á RÚV um að hafa gert. „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins sem í einhverjum skemmtiþætti er með grín sem misbýður Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svolítið takturinn núna hjá Sjálfstæðisflokknum; að vera á innsoginu og að vera ofboðslega misboðið. Kannski út af því að Ríkisútvarpið er ekki nefnt lengur bláskjár?“ spurði Þorgerður og hélt áfram. Gísli Marteinn Baldursson heldur úti vikulegum föstudagsþætti í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur Friðriksson er ekki sáttur við orðræðuna í þættinum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota þetta púlt endalaust til þess að ráðast að dagskrárgerðafólki Ríkisútvarpsins eða akademískum starfsmönnum háskóla eins og stundum hefur verið eða bara almennt listafólki því það er aðför að tjáningarfrelsinu. Það er aðför að því sem við viljum að þetta samfélag standi fyrir.“ Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók undir með Þorgerði og sagði að tilfelli sem þessi færðust í aukana. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var ekki ánægður með ræðu Ásmundar og hvatti hann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ekki að verða einstakir viðburðir heldur er þetta að verða svona munstur. Við heyrum fólk sem er jafnvel að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins og hafa verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum og kalla þau pólitísk öfgasamtök og síðan kemur háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem er að vinna á ríkisfjölmiðlinum og ekki einungis það heldur fer að gera athugasemdir við ummæli viðmælanda í þættinum,“ sagði Logi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Segir að forstjóri Útlendingastofnunar sé enginn engill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaðst vera hæstánægður með jóladagatalið og sagði að það væri gott fyrir börn og foreldra. „Hvernig búum við til karakter sem við tengjum öll strax við að sé vondur? Forstjóri Útlendingastofnunar er bara ágæt myndlíking fyrir það vegna þess að sú stofnun er hreinasta og tærasta birtingarmynd mannvonsku ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart innflytjendum. Þar birtist allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og gegn fólki á flótta. Ekki myndi ég vilja vera sú manneskja og ég skil vel að leikarinn sem tekur að sér það hlutverk átti sig á því að þetta er ekki neinn engill sem viðkomandi er að fara að leika en að þurfa að sitja undir því að vera dregin hér í svaðið af háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni? Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt.“ „Er þetta til að senda út gula spjaldið?“ Þorgerður Katrín mætti upp í pontu öðru sinni til að spyrja hver tilgangurinn væri með ræðu Ásmundar. „Ég velti fyrir mér – af því að ríkisstjórnin hefur töglin og hagldirnar þegar kemur að fjármálum Ríkisútvarpsins - er þetta til að ógna? Er þetta til að senda út gula spjaldið? „Passiði ykkur, ef þið talið ekki varlega um mig og mína, þá hafið þið verra af?“ Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Fjölmiðlar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Hann tók sem dæmi þáttinn Vikuna þar sem hin landsþekkta leikkona Ilmur Kristjánsdóttir var gestur og sagði að það hefði verið eitt af áramótaheitum hennar að leika vonda konu á árinu en hún leikur forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barna á RÚV. „Það er orðið lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst. Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda,“ sagði Ásmundur. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var eitt sinn áhrifakona innan Sjálfstæðisflokksins en skaut föstum skotum á fyrrum flokksfélaga á þinginu í dag.Vísir/Vilhelm Ræða Ásmundar féll í grýttan jarðveg á þingi því á eftir honum mætti hver þingmaðurinn á fætur öðrum til að gagnrýna málflutning hans, sú fyrsta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem sagði að hann væri í einni og sömu ræðunni að gera nákvæmlega það sem hann hefði ásakað dagskrárgerðarfólk á RÚV um að hafa gert. „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins sem í einhverjum skemmtiþætti er með grín sem misbýður Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svolítið takturinn núna hjá Sjálfstæðisflokknum; að vera á innsoginu og að vera ofboðslega misboðið. Kannski út af því að Ríkisútvarpið er ekki nefnt lengur bláskjár?“ spurði Þorgerður og hélt áfram. Gísli Marteinn Baldursson heldur úti vikulegum föstudagsþætti í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur Friðriksson er ekki sáttur við orðræðuna í þættinum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota þetta púlt endalaust til þess að ráðast að dagskrárgerðafólki Ríkisútvarpsins eða akademískum starfsmönnum háskóla eins og stundum hefur verið eða bara almennt listafólki því það er aðför að tjáningarfrelsinu. Það er aðför að því sem við viljum að þetta samfélag standi fyrir.“ Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók undir með Þorgerði og sagði að tilfelli sem þessi færðust í aukana. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var ekki ánægður með ræðu Ásmundar og hvatti hann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ekki að verða einstakir viðburðir heldur er þetta að verða svona munstur. Við heyrum fólk sem er jafnvel að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins og hafa verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum og kalla þau pólitísk öfgasamtök og síðan kemur háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem er að vinna á ríkisfjölmiðlinum og ekki einungis það heldur fer að gera athugasemdir við ummæli viðmælanda í þættinum,“ sagði Logi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Segir að forstjóri Útlendingastofnunar sé enginn engill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaðst vera hæstánægður með jóladagatalið og sagði að það væri gott fyrir börn og foreldra. „Hvernig búum við til karakter sem við tengjum öll strax við að sé vondur? Forstjóri Útlendingastofnunar er bara ágæt myndlíking fyrir það vegna þess að sú stofnun er hreinasta og tærasta birtingarmynd mannvonsku ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart innflytjendum. Þar birtist allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og gegn fólki á flótta. Ekki myndi ég vilja vera sú manneskja og ég skil vel að leikarinn sem tekur að sér það hlutverk átti sig á því að þetta er ekki neinn engill sem viðkomandi er að fara að leika en að þurfa að sitja undir því að vera dregin hér í svaðið af háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni? Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt.“ „Er þetta til að senda út gula spjaldið?“ Þorgerður Katrín mætti upp í pontu öðru sinni til að spyrja hver tilgangurinn væri með ræðu Ásmundar. „Ég velti fyrir mér – af því að ríkisstjórnin hefur töglin og hagldirnar þegar kemur að fjármálum Ríkisútvarpsins - er þetta til að ógna? Er þetta til að senda út gula spjaldið? „Passiði ykkur, ef þið talið ekki varlega um mig og mína, þá hafið þið verra af?“
Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Fjölmiðlar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira