Djokovic hefur verið einkar sigursæll í Ástralíu og alls unnið Opna ástralska níu sinnum á ferli sínum. Hann stefndi á tíunda titilinn í janúar 2021 og var mættur til landsins þegar í ljós kom að hann var ekki bólusettur.
Hann var sendur í einangrun og á endanum úr landi. Hann mun snúa til baka eftir áramót og stefnir á þennan tíunda titil. Það yrði hans 22. risatitill á ferlinum.
There is doubt in tennis legend Paul McNamee's mind on who is the favourite to win the 2023 Australian Open! @DjokerNole | #AusOpen pic.twitter.com/6nrp1Wt2sD
— Eurosport (@eurosport) December 6, 2022
Adelaide International hefst strax 1. janúar á meðan Opna ástralska hefst 15 dögum síðar í Melbourne. Margir af bestu tennisleikurum heims eru skráðir til leiks á mótinu sem hefst á fyrsta degi ársins 2023.
Ásamt hinum 35 ára gamla Djokovic eru Andy Murray, Daniil Medvedev, Felix Auger-Aliassime og Andrey Rublev skráðir til leiks. Í kvennaflokki eru Ons Jabeur, Aryna Sabalenka, Daria Kasatkina og Veronika Kudermetova allar meðal keppenda.
Með sigri á Opna ástralska mun Djokovic jafna met Rafael Nadal en Spánverjinn hefur unnið 22 risatitla á ferli sinum. Enginn á fleiri í karlaflokki.