Lag dagsins er af þeim toga að það er ekki hægt að hlusta án þess að dilla sér og komast í stuð. Stjórnin tók lagið Í lari lei í Hljómskálagarðinum þegar tónleikaveisla Bylgjunnar fór fram á Menningarnótt fyrr á þessu ári. Bæði hljómsveitameðlimir og tónleikagestir voru í fantastuði eins og sjá má.
Lag dagsins er Í lari lei með Stjórninni.