Pallíettur og jólakokteilar í hádeginu hjá flugfreyjum Icelandair Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2023 18:01 Vinkonurnar og flugfreyjurnar TF-stuð hittust prúðbúnar í hádeginu klæddar pallíettum og skáluðu fyrir jólahátíðinni. Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja og matarbloggari, bauð vinkonum sínum og samstarfskonum hjá Icelandair í ljúffengan jólabrunch að heimili sínu í Keflavík á dögunum. Pallíettur, jólakokteilar og hláturssköll einkenndu jólagleðina. „TF er skráningarnúmer íslenskra flugvéla, og köllum við okkur því TF-stuð áhöfnina,“ segir Gígja og hlær. Hópurinn samanstendur af þeim Gígju Sigríði Guðjónsdóttur, Ingunni Köru Gunnarsdóttur, Ernu Viktoríu Jansdóttur, Rakel Ásgeirsdóttur og Guðbjörgu Láru Rúnarsdóttur. Allar starfar þær sem flugfreyjur hjá Icelandair. Óhætt er að vinkonurnar skemmtu sér vel saman.Aðsend „Við hittumst í hádeginu á þriðjudegi þar sem við eigum ekki möguleika að hittast um helgar út af fluginu. Þetta var í fyrsta sinn sem við héldum jólabröns en vorum sammála um þetta er hefð sem er komin til að vera,“ segir Gígja. Gígja starfar einnig sem varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.Aðsend Gígja þykir með eindæmum smekkleg þegar kemur að matseld og framsetningu. Hátíðlegt jólaborðið var dekkað með matarstelli frá Royal Copenhagen, hvítum dúk og greni. Þá má segja að maturinn væri sjálfur algjört listaverk. „Ég bauð upp á alls kyns jólasnittur, lax, flatkökur með hangikjöti, hamborgarhrygg, jólaköku, salat, og annað jólalegt,“ segir Gígja. Stellið frá Royal Copenhagen er hátíðlegt.Aðsend Jólaborðið var þakið kræsingum.Aðsend Jóla mímósa Að sögn Gígju fékk hún fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum um jóla-mímósu sem hún bauð upp á: Aðferð: Appelsínubörkur skorinn í þunnar sneiðar sem raðað í rós í ferhyrnt klakabox. Trönuberjum bætt við og fyllt upp með vatni. Klakinn er settur í glas, hellt yfir með freyðivíni. Toppað með rósmarín stöngli til skrauts. Fallegur og einfaldur jólakokteill.Aðsend Hér má sjá annan kokteil í jólabúningi. Rakel og Ingunn Kara.Aðsend Jól Reykjanesbær Uppskriftir Icelandair Mest lesið Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala flytur Ég hlakka svo til Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól
„TF er skráningarnúmer íslenskra flugvéla, og köllum við okkur því TF-stuð áhöfnina,“ segir Gígja og hlær. Hópurinn samanstendur af þeim Gígju Sigríði Guðjónsdóttur, Ingunni Köru Gunnarsdóttur, Ernu Viktoríu Jansdóttur, Rakel Ásgeirsdóttur og Guðbjörgu Láru Rúnarsdóttur. Allar starfar þær sem flugfreyjur hjá Icelandair. Óhætt er að vinkonurnar skemmtu sér vel saman.Aðsend „Við hittumst í hádeginu á þriðjudegi þar sem við eigum ekki möguleika að hittast um helgar út af fluginu. Þetta var í fyrsta sinn sem við héldum jólabröns en vorum sammála um þetta er hefð sem er komin til að vera,“ segir Gígja. Gígja starfar einnig sem varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.Aðsend Gígja þykir með eindæmum smekkleg þegar kemur að matseld og framsetningu. Hátíðlegt jólaborðið var dekkað með matarstelli frá Royal Copenhagen, hvítum dúk og greni. Þá má segja að maturinn væri sjálfur algjört listaverk. „Ég bauð upp á alls kyns jólasnittur, lax, flatkökur með hangikjöti, hamborgarhrygg, jólaköku, salat, og annað jólalegt,“ segir Gígja. Stellið frá Royal Copenhagen er hátíðlegt.Aðsend Jólaborðið var þakið kræsingum.Aðsend Jóla mímósa Að sögn Gígju fékk hún fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum um jóla-mímósu sem hún bauð upp á: Aðferð: Appelsínubörkur skorinn í þunnar sneiðar sem raðað í rós í ferhyrnt klakabox. Trönuberjum bætt við og fyllt upp með vatni. Klakinn er settur í glas, hellt yfir með freyðivíni. Toppað með rósmarín stöngli til skrauts. Fallegur og einfaldur jólakokteill.Aðsend Hér má sjá annan kokteil í jólabúningi. Rakel og Ingunn Kara.Aðsend
Jól Reykjanesbær Uppskriftir Icelandair Mest lesið Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala flytur Ég hlakka svo til Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól