Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum.
Tengdar fréttir

Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán
Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.