Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 17:13 Vin á Hverfisgötu 47 hefur verið athvarf fólks með geðrænan vanda um árabil. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08
Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30