„Kannski ágætt fyrir letingja“ en getur valdið miklu tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2022 09:01 Framkvæmdastjóri verslunar í bílavörubransanum segir stórvarasamt að nota heitt vatn til að bræða hrím af bílrúðum. Viðskiptavinir hans hafi margir orðið fyrir talsverðu tjóni við slíkar tilraunir. Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna. Veður Samgöngur Bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin og óvíst hvað kemur í staðinn Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna.
Veður Samgöngur Bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin og óvíst hvað kemur í staðinn Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira