Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. desember 2022 23:18 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum. Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum.
Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira