Eygló keppir í 2650 metra hæð á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 08:30 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár sem gæti orðið enn betra á þessu móti í Kólumbíu. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir er eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólumbíu frá 5. til 16. desember. Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu. Lyftingar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu.
Lyftingar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira