Svartsýnni nú en fyrir helgi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. desember 2022 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira