Sagður hafa vísað flóttafólki úr strætó og neitað að leyfa öðrum að greiða farið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. desember 2022 11:31 Joana segir í færslunni að bílstjórinn hafi öskrað á feðgana og hótað þeim með orðunum „I live in Njarðvík. I'll find you." Vísir/Vilhelm Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir frásögn af fordómafullri framkomu strætóbílstjóra, sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki koma sér á óvart. Hún hafi ítrekað heyrt af sambærilegum málum og kallar eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni kannaðist ekki við málið en segir að það sé í skoðun. Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“ Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“
Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira