Eru fjármál borgarinnar brandari? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. desember 2022 07:30 „Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun