Kristín er nýkomin heim frá Evrópumótinu í Pólland þar sem hún fékk silfurverðlaun í -84 kílóa flokki. Hún fékk gull í hnébeygju, brons í bekkpressu og silfur í réttstöðu. Kristín setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.

Kristín hafði árið áður orðið fyrsti Íslendingurinn til að ná Evrópumeistaratitli á þrílyftumóti innan kraftlyftinga. Á Evrópumeistaramótinu 2021 fékk hún gull í fjórum greinum, ásamt því að setja fjögur Íslandsmet og tvö Evrópumet.
Kristín var mætt strax í vinnuna í vikunni en þar hafði hún ekki heppnina með sér.
Kristín er dýralæknir í Borgarfirðinum og þar lendir hún í ýmsum aðstæðum. Kristín sagði frá því að samfélagsmiðlum sínum að hún hafi lent í því að vera bitin í vinnunni.
Það kom í ljós að það var óþekk kind sem beit Kristínu sem þarf nú að drífa sig í sprautu þessa vegna. Vinnudagurinn endaði því í Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi
Kristín er grjóthörð eins og flestir vita, hafði húmor fyrir öllu saman og var alveg tilbúin að segja frá óförum sínum.
Kristín vann einnig silfurverðlaun á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum í Sun City í Suður-Afríku í ár.