Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 12:11 Stúdentaráð telur að hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira