Dómur fyrir íkveikju á Akureyri lítillega mildaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:12 Jarðhæð hússins var ónýt eftir brunann og komst eldurinn upp á aðra hæð hússins áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur dæmt Kristófer Örn Sigurðarson í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Um er að ræða mildun sem nemur þremur mánuðum frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Kristófer var dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega. Dómurinn í Landsrétti verður birtur á vef réttarins klukkan 15:30. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Kristófer var dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega. Dómurinn í Landsrétti verður birtur á vef réttarins klukkan 15:30.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16. nóvember 2021 14:48