Fram kemur á vef NRK að maðurinn hafi tjáð eiginkonunni fyrrverandi að hann hafi verið orðinn heilbrigður eftir að hafa smitast af veirunni. Það gerði hann þrátt fyrir að rannsóknir sýndu á sama tíma að hann væri mjög smitandi.
Tjáði hann henni að varúðarráðstafanir gegn sýkingu við samfarir væru ekki nauðsynlegar. Í framhaldinu höfðu þau samfarir og konan smitaðist af HIV-veirunni.
Héraðsdómur Haugalands og Sunnhordlands telur að maðurinn hafi sýnt af sér sérstaklega kæruleysislega hegðun. Hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort konan hans smitaðist eða ekki.