Skólameistari Hallormsstaðaskóla segir snjallsíma heilsuspillandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2022 15:05 Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað, sem hefur áhyggjur af mikilli notkun snjallsíma í þjóðfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að fara inn í nýjan heim, sem er kannski ekki góður og hollur fyrir okkur“, segir skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað á Héraði, og vísar þar í notkun á samfélagsmiðlum, sem hún segir heilsuspillandi. Símar eru bannaðir í hádegismat í skólanum en leyfðir að öðru leyti. Hallormsstaðaskóli býður upp á þverfræðilegt 60 eininga nám í sjálfbærni og sköpun sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019 en þema skólaársins 2022-2023 er efnisþekking og handverk. 15 nemendur er í skólanum í dag, en auk þess er fjöldi nemenda sem sækir fjölbreytt námskeið skólans. Snjallsímar eru leyfðir í skólanum en notkun þeirra er þó bönnuð í hádegismatnum. Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað hefur áhyggjur af notkun samfélagsmiðla, það snúist meira og minna allt um þessa miðla hvort sem það er í skólanum hennar, í öðrum skólum eða bara í þjóðfélaginu öllu. „Við erum held ég fara inn í einhvern nýjan heim, sem er kannski ekki hollur og góður fyrir okkur. Og ég tel að það sé rétt, sem sérfræðingar eru að segja að það er stutt í að það verði sett takmörkun á því hvað við komumst mikið inn á samfélagsmiðla og annað. Þetta er heilsuspillandi. Við þurfum meiri samveru saman og við þurfum að vinna meira með höndunum því sú iðja veitir ákveðna vellíðan og betri heilsu,” segir Bryndís. Upp á vegg í skólanum er þessi gamli sveitarsími, sem tákn um gamla tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir ekkert mikilvægari en góð heilsa. „En það sem skortir er núna félagslegi þátturinn í heilsu. Einmanaleiki er að verða eitt stærsta vandamál heilbrigðiskerfisins í dag. Við erum ótrúlega einmana þó við eigum fjölda vina eða fylgjenda á samfélagsmiðlum. Og þessu þurfum við að bregðast við því þetta er líka stór hluti af því að vera heilbrigður og hafa góða heilsu og líða vel,” bætir Bryndís við. Heimasíða skólans Múlaþing Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Hallormsstaðaskóli býður upp á þverfræðilegt 60 eininga nám í sjálfbærni og sköpun sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019 en þema skólaársins 2022-2023 er efnisþekking og handverk. 15 nemendur er í skólanum í dag, en auk þess er fjöldi nemenda sem sækir fjölbreytt námskeið skólans. Snjallsímar eru leyfðir í skólanum en notkun þeirra er þó bönnuð í hádegismatnum. Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað hefur áhyggjur af notkun samfélagsmiðla, það snúist meira og minna allt um þessa miðla hvort sem það er í skólanum hennar, í öðrum skólum eða bara í þjóðfélaginu öllu. „Við erum held ég fara inn í einhvern nýjan heim, sem er kannski ekki hollur og góður fyrir okkur. Og ég tel að það sé rétt, sem sérfræðingar eru að segja að það er stutt í að það verði sett takmörkun á því hvað við komumst mikið inn á samfélagsmiðla og annað. Þetta er heilsuspillandi. Við þurfum meiri samveru saman og við þurfum að vinna meira með höndunum því sú iðja veitir ákveðna vellíðan og betri heilsu,” segir Bryndís. Upp á vegg í skólanum er þessi gamli sveitarsími, sem tákn um gamla tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir ekkert mikilvægari en góð heilsa. „En það sem skortir er núna félagslegi þátturinn í heilsu. Einmanaleiki er að verða eitt stærsta vandamál heilbrigðiskerfisins í dag. Við erum ótrúlega einmana þó við eigum fjölda vina eða fylgjenda á samfélagsmiðlum. Og þessu þurfum við að bregðast við því þetta er líka stór hluti af því að vera heilbrigður og hafa góða heilsu og líða vel,” bætir Bryndís við. Heimasíða skólans
Múlaþing Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira