Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 10:15 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar. Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar.
Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira