„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32