Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 15:55 Frá Hornströndum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59