Dómur var kveðinn upp síðdegis í dag og greinir Fréttablaðið frá niðurstöðunni.
Umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um eggjaframleiðsluna hjá Brúneggjum vakti mikla athygli. Þar kom fram að að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hefði Matvælastofnun ekki upplýst neytendur um málið.
Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss.
Stefnendur voru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, Bali og Geysir, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar til félaganna. Bræðurnir töldu telja fréttaflutning RÚV hafa verið rangan og MAST hafa farið út fyrir valdsvið sitt með upplýsingagjöf til RÚV.
Kröfur þeirra sneru að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Fram kom á sínum tíma að eggi hefði verið kastað í hús Kristins Gylfa.
Bali og Geysir voru dæmd til að greiða hvorri stofnun fyrir sig fjórar milljónir króna í málskostnað.