Gæti orðið mjög þungfært á skömmum tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 23:30 Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með á morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu. „Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“ Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“
Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38