Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 14:47 Haraldur segir ástandið hafa verið algjörlega fordæmalaust. Landsbjörg Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur. Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur.
Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira