„Um leið og fer að ganga illa sér maður úr hverju klúbburinn er gerður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 20:00 Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Vísir/Getty Janus Daði Smárason hóf sinn atvinnumannaferil í handbolta hjá danska stórliðinu Álaborg árið 2017. Hann varð danskur meistari í þrígang með liðinu áður en hann færði sig yfir til Göppingen í Þýskalandi, en í dag leikur hann með verðandi ofurliðinu Kolstad í Noregi. „Hér eru fleiri ungir og óreyndir leikmenn og það er stór munur á því að spila hér miðað við í Danmörku eða Þýskalandi. Gæðin eru ekki þau sömu í hinum liðunum finnst mér. Eins finnst mér ekki vera sama hefðin hérna. Þjóðverjinn er náttúrulega frábær með þetta og þar er alltaf stemning. Fólk mætir á leikina og fær sér tvo bjóra og pylsu og þar er allt bara miklu stærra,“ sagði Janus Daði um það hver munurinn væri á því að spila í Noregi og Danmörku eða Þýskalandi. „Hérna er þetta ekki svoleiðis. Það er ekki nema þegar ógeðslega vel gengur, eða að það er eitthvað risastórt í gangi, að þá flykkist fólk á leikina. En þá eru þetta kannski meira áhorfendur heldur en alvöru stuðningsfólk. Þannig að það er annað sem er stórt hjá okkur að reyna að skapa einhverja hefð og gera þetta áhorfendavænna. Gera allt stærra í kringum leikina og að meiri félagsmiðstöð þar sem fólk fer á leiki og hittist.“ „Þetta á það til að verða full kurteist og pent.“ Margt líkt með Álaborg og Kolstad Janus Daði hóf sinn atvinnumannaferil hjá danska liðinu Álaborg árið 2017 eftir að hafa leikið tvö og hálft tímabil með Haukum í Olís-deildinni, en Janus lék með danska liðinu til ársins 2020. Hjá Álaborg er ekki ósvipað verkefni í gangi og hjá Kolstad, þar sem Janus leikur nú. Álaborgarliðið hefur úr gríðarmiklu fjármagni að moða og þangað hafa stórstjörnur á borð við Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen farið á seinustu árum. Janus segir margt líkt með verkefnunum sem eru í gangi hjá félögunum, en Álaborg sé þó komið mun lengra á sinni vegferð. Janus Daði átti góð ár í Álaborg.Vísir/Getty „Þegar ég fór frá Álaborg þá vorum við búnir að vinna danska meistaratitilinn þrisvar á fjórum árum eða eitthvað svoleiðis. Álaborg var náttúrulega líka búið að vera í Meistaradeildinni áður og það er lið sem er miklu meira rótgróið en Kolstad. Þetta er lið sem er búið að vera á toppnum í Danmörku síðan 2010 þegar Álaborg handbolti var stofnaður, en þar á undan var liðið búið að vera undir sama hatti og fótboltinn.“ „Danska deildin er líka sterkari, en það var ekkert endilega í kortunum að búa til eitthvað ofurlið. Þeir komu svona pínu allt í einu með einhverjar sprengjur. Álaborg er kannski þannig að ég myndi telja að Kolstad horfi svolítið til þeirra og hvernig þeirra framþróun hefur verið undanfarin ár.“ „En að sama skapi erum við öðruvísi samsett lið. Ég held að elsti leikmaðurinn hjá okkur sé 31 árs gamall og það er kannski munurinn á þessum liðum að við erum með hóp sem gæti verið lengi saman. Þetta er verkefni sem tekur langan tíma og það getur allt gerst. Við erum alveg meðvitaðir um það að við erum ekkert að fara að kaupa okkur inn í einhvern evrópskan stórárangur á einu ári.“ „Maður sér hvað hann er fljótur að hverfa þessi neisti að vilja bæta sig í hverri viku“ Eftir tíma sinn hjá Álaborg færði Janus sig yfir í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina. Hann gekk til liðs við Göppingen þar sem hann lék tvö tímabil, en það var í fyrsta skipti á hans ferli þar sem hann var í liði sem hafði það ekki endilega að markmiði að berjast um alla þá titla sem í boði voru heima fyrir. „Það er svolítill munur á þessu. Maður tekur kannski sérstaklega eftir því að um leið og það fer að ganga illa þá finnst mér maður sjá mestan mun á því úr hverju klúbburinn er gerður og hvar liðið er hugarfarslega.“ „Þá getur þetta fljótt orðið þannig að fólk er bara að mæta í vinnuna.“ „Það eru allir að reyna sitt besta og allt það, það er ekki það. En maður sér hvað hann er fljótur að hverfa þessi neisti að vilja bæta sig í hverri viku. Göppingen er klúbbur með svaka hefð og varð þýskur meistari sjötíu og eitthvað. En þeir eru svolítið fastir þar í staðinn fyrir að kannski líta aðeins inn á við.“ „Ætli þetta sé ekki týpískt fyrir svona lið sem er næstum því í toppbaráttunni er að þeir eru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna að þeir séu ekki alveg nógu góðir,“ sagði Janus að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. 25. desember 2022 11:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Hér eru fleiri ungir og óreyndir leikmenn og það er stór munur á því að spila hér miðað við í Danmörku eða Þýskalandi. Gæðin eru ekki þau sömu í hinum liðunum finnst mér. Eins finnst mér ekki vera sama hefðin hérna. Þjóðverjinn er náttúrulega frábær með þetta og þar er alltaf stemning. Fólk mætir á leikina og fær sér tvo bjóra og pylsu og þar er allt bara miklu stærra,“ sagði Janus Daði um það hver munurinn væri á því að spila í Noregi og Danmörku eða Þýskalandi. „Hérna er þetta ekki svoleiðis. Það er ekki nema þegar ógeðslega vel gengur, eða að það er eitthvað risastórt í gangi, að þá flykkist fólk á leikina. En þá eru þetta kannski meira áhorfendur heldur en alvöru stuðningsfólk. Þannig að það er annað sem er stórt hjá okkur að reyna að skapa einhverja hefð og gera þetta áhorfendavænna. Gera allt stærra í kringum leikina og að meiri félagsmiðstöð þar sem fólk fer á leiki og hittist.“ „Þetta á það til að verða full kurteist og pent.“ Margt líkt með Álaborg og Kolstad Janus Daði hóf sinn atvinnumannaferil hjá danska liðinu Álaborg árið 2017 eftir að hafa leikið tvö og hálft tímabil með Haukum í Olís-deildinni, en Janus lék með danska liðinu til ársins 2020. Hjá Álaborg er ekki ósvipað verkefni í gangi og hjá Kolstad, þar sem Janus leikur nú. Álaborgarliðið hefur úr gríðarmiklu fjármagni að moða og þangað hafa stórstjörnur á borð við Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen farið á seinustu árum. Janus segir margt líkt með verkefnunum sem eru í gangi hjá félögunum, en Álaborg sé þó komið mun lengra á sinni vegferð. Janus Daði átti góð ár í Álaborg.Vísir/Getty „Þegar ég fór frá Álaborg þá vorum við búnir að vinna danska meistaratitilinn þrisvar á fjórum árum eða eitthvað svoleiðis. Álaborg var náttúrulega líka búið að vera í Meistaradeildinni áður og það er lið sem er miklu meira rótgróið en Kolstad. Þetta er lið sem er búið að vera á toppnum í Danmörku síðan 2010 þegar Álaborg handbolti var stofnaður, en þar á undan var liðið búið að vera undir sama hatti og fótboltinn.“ „Danska deildin er líka sterkari, en það var ekkert endilega í kortunum að búa til eitthvað ofurlið. Þeir komu svona pínu allt í einu með einhverjar sprengjur. Álaborg er kannski þannig að ég myndi telja að Kolstad horfi svolítið til þeirra og hvernig þeirra framþróun hefur verið undanfarin ár.“ „En að sama skapi erum við öðruvísi samsett lið. Ég held að elsti leikmaðurinn hjá okkur sé 31 árs gamall og það er kannski munurinn á þessum liðum að við erum með hóp sem gæti verið lengi saman. Þetta er verkefni sem tekur langan tíma og það getur allt gerst. Við erum alveg meðvitaðir um það að við erum ekkert að fara að kaupa okkur inn í einhvern evrópskan stórárangur á einu ári.“ „Maður sér hvað hann er fljótur að hverfa þessi neisti að vilja bæta sig í hverri viku“ Eftir tíma sinn hjá Álaborg færði Janus sig yfir í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina. Hann gekk til liðs við Göppingen þar sem hann lék tvö tímabil, en það var í fyrsta skipti á hans ferli þar sem hann var í liði sem hafði það ekki endilega að markmiði að berjast um alla þá titla sem í boði voru heima fyrir. „Það er svolítill munur á þessu. Maður tekur kannski sérstaklega eftir því að um leið og það fer að ganga illa þá finnst mér maður sjá mestan mun á því úr hverju klúbburinn er gerður og hvar liðið er hugarfarslega.“ „Þá getur þetta fljótt orðið þannig að fólk er bara að mæta í vinnuna.“ „Það eru allir að reyna sitt besta og allt það, það er ekki það. En maður sér hvað hann er fljótur að hverfa þessi neisti að vilja bæta sig í hverri viku. Göppingen er klúbbur með svaka hefð og varð þýskur meistari sjötíu og eitthvað. En þeir eru svolítið fastir þar í staðinn fyrir að kannski líta aðeins inn á við.“ „Ætli þetta sé ekki týpískt fyrir svona lið sem er næstum því í toppbaráttunni er að þeir eru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna að þeir séu ekki alveg nógu góðir,“ sagði Janus að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. 25. desember 2022 11:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. 25. desember 2022 11:01