Árið 2021 var ár hinna miklu slaufana, þó þær hafi vissulega haldið áfram á árinu sem er að líða. Aron Einar, Auður, Sölvi Tryggva og svo mætti lengi telja voru á slaufunarlista síðasta árs.
Í umræðunni um þessi mál hefur borið á að fólk líki slaufunum við mannorðsmorð. Menn eigi ekki afturkvæmt og þeir útskúfaðir. En þessi kenning virðist hafa verið afsönnuð á árinu. Afslaufanir fóru að láta á sér bera.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.