Áform um vetrarleika sett á ís vegna mútumáls Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 12:30 Haruyuki Takahashi er laus gegn tryggingu. Vísir/EPA Japanir hafa gert hlé á sókn sinni eftir gestgjafarétti á Vetrarólympíuleikunum árið 2030 vegna stórfellds mútumáls tengt Ólympíuleikunum í Tókýó. Sakborningurinn Haruyuki Takahashi, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, hefur verið sleppt gegn tryggingu. Takahashi var háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020. Hann var handtekinn í ágúst, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan héldu því fram í sumar að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Síðan hefur málið undið upp á sig þar sem Takahasi er sakaður um að hafa þegið mútur frá í það minnsta fimm mismunandi fyrirtækjum sem voru styrkaraðilar leikanna. Hann er sakaður um að hafa þegið í heildina tæplega 198 milljónir japanskra jena, rúmlega 212 milljónir króna, í mútufé frá fyrirtækjum sem sóttust eftir því að vera styrktaraðilar leikanna. Hinn 78 ára gamli Takahashi hefur neitað sök en kæra var lögð fram gegn þremur aðilum innan viðkomandi fyrirtækja, þar á meðal Aoki, fyrir að múta Takahashi. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Japanir hafa sett áform sín um að sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2030 í Sapporo á ís vegna málsins. Borgin var talin líklegust til að hreppa hnossið en afar ólíklegt verður að þykja að af því verði í ljósi ásakananna gegn Takahashi. Japan Ólympíuleikar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Takahashi var háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020. Hann var handtekinn í ágúst, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan héldu því fram í sumar að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Síðan hefur málið undið upp á sig þar sem Takahasi er sakaður um að hafa þegið mútur frá í það minnsta fimm mismunandi fyrirtækjum sem voru styrkaraðilar leikanna. Hann er sakaður um að hafa þegið í heildina tæplega 198 milljónir japanskra jena, rúmlega 212 milljónir króna, í mútufé frá fyrirtækjum sem sóttust eftir því að vera styrktaraðilar leikanna. Hinn 78 ára gamli Takahashi hefur neitað sök en kæra var lögð fram gegn þremur aðilum innan viðkomandi fyrirtækja, þar á meðal Aoki, fyrir að múta Takahashi. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Japanir hafa sett áform sín um að sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2030 í Sapporo á ís vegna málsins. Borgin var talin líklegust til að hreppa hnossið en afar ólíklegt verður að þykja að af því verði í ljósi ásakananna gegn Takahashi.
Japan Ólympíuleikar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira