„Ljóst var að það yrði skynsamlegri nýting á tíma að fresta fundi og fara þess í stað í sameiningu yfir ýmis gögn og upplýsingar á sérstökum vinnufundi á morgun,“ segir Aðalsteinn.
Ríkissáttasemjari hafði áður boðað samninganefndir á fund í dag, en segir að vinnan nú miði að því að undirbúa næsta samningafund sem boðaður er á miðvikudaginn í næstu viku, milli 13 og 15.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði eftir lok samningafundar þann 22. desember að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót.
Aðspurður um þetta segir Aðalsteinn að frestun fundarins nú muni ekki hafa áhrif á einstaka samningsatriði, en vill þó tjá sig frekar um það.