Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 10:22 Íslendingar og aðrir á Tenerife fengur leiðindaveður yfir sig á aðfanga- og jóladag. Svali Kaldalóns segir götur þar ógeðslegar eftir að hvass vindur gekk eyjuna sem bar með sér sand frá Saharaeyðimörkinni. vísir Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni. Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni.
Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira