„Staðan er að versna“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2022 11:27 Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir að erfið færð tefji störf sorphirðumanna. Vísir Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum. Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni. Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni.
Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira