Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 17:40 Engin streymisveita er með fleiri áskrifendur en Netflix. Getty/Mario Tama Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. Streymisveitan hefur um nokkurt skeið frestað því að taka á deilingu lykilorða milli vina og fjölskyldumeðlima. Ljóst var í upphafi árs 2019 að samnýtingin væri nokkuð stórt vandamál en fyrirtækið óttaðist að fæla neytendur frá veitunni verði lykilorðadeilingin bönnuð. Eftir að Covid-faraldurinn geisaði um allan heim bættist hressilega í áskrifendahópinn og var því ekki talin nauðsyn á að taka á vandanum þá. Í ár hefur áskrifendum hins vegar farið ört fækkandi á meðan talið er að um 100 milljónir notenda nýti sér lykilorð annarra til að glápa. Stjórnendur fyrirtækisins hafa þá lýst því yfir í ár að búið væri að fresta því of lengi að taka á vandanum. Netflix hefur því gefið út að loku verði skotið fyrir lykilorðadeilingar við upphaf 2023 í Bandaríkjunum, og biðlar til fólks sem nýtir sér lykilorð annarra að kaupa sér eigin aðgang sjálf. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Streymisveitan hefur um nokkurt skeið frestað því að taka á deilingu lykilorða milli vina og fjölskyldumeðlima. Ljóst var í upphafi árs 2019 að samnýtingin væri nokkuð stórt vandamál en fyrirtækið óttaðist að fæla neytendur frá veitunni verði lykilorðadeilingin bönnuð. Eftir að Covid-faraldurinn geisaði um allan heim bættist hressilega í áskrifendahópinn og var því ekki talin nauðsyn á að taka á vandanum þá. Í ár hefur áskrifendum hins vegar farið ört fækkandi á meðan talið er að um 100 milljónir notenda nýti sér lykilorð annarra til að glápa. Stjórnendur fyrirtækisins hafa þá lýst því yfir í ár að búið væri að fresta því of lengi að taka á vandanum. Netflix hefur því gefið út að loku verði skotið fyrir lykilorðadeilingar við upphaf 2023 í Bandaríkjunum, og biðlar til fólks sem nýtir sér lykilorð annarra að kaupa sér eigin aðgang sjálf.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein