Sigrar og sorg í sportinu á árinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2022 10:00 Það skiptist á skin og skúrum í sportinu líkt og á öðrum sviðum. Vísir/Samsett Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira