Met slegið í komu flóttafólks í desember Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 14:27 Gylfi Þór segir að þessi mikli fjöldi flóttafólks sem komið hefur til landsins nú í desembermánuði hafi komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. vísir/vilhelm Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira