Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 20:44 Sameinuðu félagi verður stýrt frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. Í tilkynningu frá félögunum tveimur segir að forsvarsmenn þeirra séu sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningu þeirra, meðal annars til sóknarfæra og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar. Samanlögð velta félaganna var um 28 milljarðar króna á árinu 2021. Í tilkynningu segir að stjórnir félaganna séu sammála um að stefnt skuli að því að skrá sameinað félag, Ísfélagið hf., á hlutabréfamarkað enda veiti það tækifæri til frekari vaxtar. Ísfélag Vestmannaeyja hf. gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðju á báðum stöðum. Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð. Dótturfélög Ramma hf. eru sjávarlíftæknifélagið Primex hf., sem rekur kítósanverksmiðju á Siglufirði og Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyrirtæki Ramma í Bretlandi. Stærstu hluthafar sameinaðs félags, með 83 prósent eignarhlutdeild, verða ÍV fjárfestingafélag ehf., Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon. ÍV fjárfestingarfélag ehf. er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og heldur meðal annars utan um meirihluta í Ísfélaginu. Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon eru stærstu hluthafar Ramma. Gert er ráð fyrir því að Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., stýri hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum og Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf., verði aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð. Skrifað var undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafunda félaganna tveggja. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjallabyggð Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í tilkynningu frá félögunum tveimur segir að forsvarsmenn þeirra séu sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningu þeirra, meðal annars til sóknarfæra og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar. Samanlögð velta félaganna var um 28 milljarðar króna á árinu 2021. Í tilkynningu segir að stjórnir félaganna séu sammála um að stefnt skuli að því að skrá sameinað félag, Ísfélagið hf., á hlutabréfamarkað enda veiti það tækifæri til frekari vaxtar. Ísfélag Vestmannaeyja hf. gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðju á báðum stöðum. Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð. Dótturfélög Ramma hf. eru sjávarlíftæknifélagið Primex hf., sem rekur kítósanverksmiðju á Siglufirði og Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyrirtæki Ramma í Bretlandi. Stærstu hluthafar sameinaðs félags, með 83 prósent eignarhlutdeild, verða ÍV fjárfestingafélag ehf., Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon. ÍV fjárfestingarfélag ehf. er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og heldur meðal annars utan um meirihluta í Ísfélaginu. Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon eru stærstu hluthafar Ramma. Gert er ráð fyrir því að Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., stýri hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum og Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf., verði aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð. Skrifað var undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafunda félaganna tveggja.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjallabyggð Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira