Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 06:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst greiða fyrir rafvopnaburði lögreglu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira