Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. desember 2022 11:01 Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Alþingi Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun