„Þetta er ekki huglægt mat“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:32 Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag. Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag.
Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira