„Þetta er ekki huglægt mat“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:32 Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag. Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag.
Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira