Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 07:38 Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022 Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51
Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34