„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2023 08:06 Spare kemur út 10. janúar næstkomandi. „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira