Sex hópuppsagnir á nýliðnu ári Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 12:44 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum desembermánuði. Tilkynnt var um sex hópuppsagnir á árinu 2022 þar sem 229 var sagt upp störfum. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Fram kemur í umræddum hópuppsögnum hafi 87 misst vinnuna í fiskvinnslu, 42 í félagastarfsemi og 39 í opinberri þjónustu. Gera má ráð fyrir að hópuppsögnin í „félagastarfsemi“ hafi verið í Eflingu síðasta vor. Hópuppsögnin í opinberri þjónustu tengist flutningi fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Var þar umræddu starfsfólki sagt upp, störf þeirra lögð niður hjá Þjóðskrá og viðkomandi boðið starf hjá HMS. Um 78 prósent tilkynntra hópuppsagna á árinu 2022 voru á höfuðborgarsvæðinu, og um 22 prósent á Suðurnesjum. Fram kemur að 228 af 229 þeirra hópuppsagna sem tilkynnt var um á nýliðnu ári hafi komið til framkvæmda á síðasta ári en ein hópuppsagnanna kemur til framkvæmda á árinu 2023. „Samtals hefur 22.075 manns verið sagt upp í hópuppsögnum á tímabilinu 2008 til 2022. Flestir misstu vinnuna á árinu 2020 eða alls 8.789 manns og á þriggja mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu 3 mánuði þar á eftir. Ekki hefur færri verið sagt upp störfum í hópuppsögnum á tímabilinu 2008 til 2022 en á árinu 2022 eða 229 en næst fæstum eða 231 var sagt upp störfum í hópuppsögnum á árinu 2014,“ segir í tilkynningunni. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri. Vinnumarkaður Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júní Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. 5. júlí 2022 14:11 92 sagt upp í hópuppsögnum í síðasta mánuði Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum. 3. maí 2022 13:09 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Fram kemur í umræddum hópuppsögnum hafi 87 misst vinnuna í fiskvinnslu, 42 í félagastarfsemi og 39 í opinberri þjónustu. Gera má ráð fyrir að hópuppsögnin í „félagastarfsemi“ hafi verið í Eflingu síðasta vor. Hópuppsögnin í opinberri þjónustu tengist flutningi fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Var þar umræddu starfsfólki sagt upp, störf þeirra lögð niður hjá Þjóðskrá og viðkomandi boðið starf hjá HMS. Um 78 prósent tilkynntra hópuppsagna á árinu 2022 voru á höfuðborgarsvæðinu, og um 22 prósent á Suðurnesjum. Fram kemur að 228 af 229 þeirra hópuppsagna sem tilkynnt var um á nýliðnu ári hafi komið til framkvæmda á síðasta ári en ein hópuppsagnanna kemur til framkvæmda á árinu 2023. „Samtals hefur 22.075 manns verið sagt upp í hópuppsögnum á tímabilinu 2008 til 2022. Flestir misstu vinnuna á árinu 2020 eða alls 8.789 manns og á þriggja mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu 3 mánuði þar á eftir. Ekki hefur færri verið sagt upp störfum í hópuppsögnum á tímabilinu 2008 til 2022 en á árinu 2022 eða 229 en næst fæstum eða 231 var sagt upp störfum í hópuppsögnum á árinu 2014,“ segir í tilkynningunni. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.
Vinnumarkaður Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júní Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. 5. júlí 2022 14:11 92 sagt upp í hópuppsögnum í síðasta mánuði Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum. 3. maí 2022 13:09 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júní Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. 5. júlí 2022 14:11
92 sagt upp í hópuppsögnum í síðasta mánuði Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum. 3. maí 2022 13:09