Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Sæmundsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 17:12 Tveir slökkviliðsmenn klæddir í hlífðarbúnað og með gasgrímur við sendiráðið í dag. Vísir/Vilhelm Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag. Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag.
Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17