Viska skilaði 11 prósenta ávöxtun í krefjandi fjárfestingaumhverfi

Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hækkaði um 11 prósent frá stofnun sjóðsins í júlí fram til áramóta. Á tímabilinu þróaðist gengi sjóðsins með hagfelldari hætti en gengi tveggja stærstu rafmyntanna, íslensku úrvalsvísitölunnar og hinnar bandarísku S&P 500.