Umdeildur leigusali selur fjögur hundruð fermetra höll á Arnarnesinu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. janúar 2023 09:32 Þessi glæsilega höll á Arnarnesi er nú til sölu fyrir rétt verð. Við Haukanes í Garðabæ stendur sannkölluð höll sem nú er til sölu fyrir rétt verð. Um er að ræða hvorki meira né minna en fjögur hundruð fermetra einbýli með einstöku sjávarútsýni yfir Arnarnesvog. Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið bæði stækkað og endurnýjað að miklu leyti. Breytingar á húsinu voru hannaðar af Helga Hjálmarssyni arkítekt og Rut Káradóttur innanhúshönnuði. Við breytingarnar var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Húsið skiptist í fjögur aðalrými; sameiginlegt rými, hjónasvítu, herbergjaálmu og tómstundarherbergi/bílskúr. Í sameiginlega rýminu er að finna eldhús, borðstofu, neðri stofu, efri stofu, gestasalerni og aðal anddyri hússins. Sextíu fermetra lúxus hjónasvíta Hjónasvítan er hvorki meira né minna en sextíu fermetrar. Innan af henni er sjónvarpsherbergi, svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi þar sem útgengt er að heitum potti. Frá pottinum er stutt að fara niður í fjöru þar sem hægt er að skella sér í sjósund. Sérinngangur er að herbergjaálmunni en þar eru fjögur svefnherbergi og rúmgott baðherbergi. Eignin stendur á 1800 fermetra lóð með óskertu sjávarútsýni sem og útsýni til Snæfellsjökuls. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat er 208 milljónir. Eigandi hússins er Stefán Kjærnested. Stefán var áberandi í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom að hann leigði út iðnaðarhúsnæði til einstaklinga sem áttu erfitt með að fóta sig á leigumarkaði. Þar bjuggu meðal annars fíklar og einstaklingar á sakaskrá. Fjallað var um málið í þáttunum Brestir á sínum tíma. DV fjallaði árið 2017 um útleigu Stefáns og föður hans á herbergjum til verkamanna og fólks sem minna má sín. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. Þetta glæsilega hús stendur við Haukanes á Arnarnesi í Garðabæ. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Í sameiginlegu rými hússins eru eldhús, borðstofa, tvær stofur, gestasalerni, þvottahús og aðal anddyri hússins. Notalegur arinn í sameiginlegu rými hússins. Óskert sjávarútsýni. Út hjónasvítunni er útgengt að heitum potti. Þaðan er stutt að rölta niður að fjöru og skella sér í sjósund. Húsið er sérstaklega vel staðsett. Hús og heimili Garðabær Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið bæði stækkað og endurnýjað að miklu leyti. Breytingar á húsinu voru hannaðar af Helga Hjálmarssyni arkítekt og Rut Káradóttur innanhúshönnuði. Við breytingarnar var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Húsið skiptist í fjögur aðalrými; sameiginlegt rými, hjónasvítu, herbergjaálmu og tómstundarherbergi/bílskúr. Í sameiginlega rýminu er að finna eldhús, borðstofu, neðri stofu, efri stofu, gestasalerni og aðal anddyri hússins. Sextíu fermetra lúxus hjónasvíta Hjónasvítan er hvorki meira né minna en sextíu fermetrar. Innan af henni er sjónvarpsherbergi, svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi þar sem útgengt er að heitum potti. Frá pottinum er stutt að fara niður í fjöru þar sem hægt er að skella sér í sjósund. Sérinngangur er að herbergjaálmunni en þar eru fjögur svefnherbergi og rúmgott baðherbergi. Eignin stendur á 1800 fermetra lóð með óskertu sjávarútsýni sem og útsýni til Snæfellsjökuls. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat er 208 milljónir. Eigandi hússins er Stefán Kjærnested. Stefán var áberandi í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom að hann leigði út iðnaðarhúsnæði til einstaklinga sem áttu erfitt með að fóta sig á leigumarkaði. Þar bjuggu meðal annars fíklar og einstaklingar á sakaskrá. Fjallað var um málið í þáttunum Brestir á sínum tíma. DV fjallaði árið 2017 um útleigu Stefáns og föður hans á herbergjum til verkamanna og fólks sem minna má sín. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. Þetta glæsilega hús stendur við Haukanes á Arnarnesi í Garðabæ. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Í sameiginlegu rými hússins eru eldhús, borðstofa, tvær stofur, gestasalerni, þvottahús og aðal anddyri hússins. Notalegur arinn í sameiginlegu rými hússins. Óskert sjávarútsýni. Út hjónasvítunni er útgengt að heitum potti. Þaðan er stutt að rölta niður að fjöru og skella sér í sjósund. Húsið er sérstaklega vel staðsett.
Hús og heimili Garðabær Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira