Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 10:35 Slæm staða var uppi á hlutabréfamörkuðum víða um heim á síðasta ári. Vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%. Kauphöllin Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%.
Kauphöllin Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira