Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 12:47 Álagið hefur verið mikið á bráðamóttöku. Það hjálpaði til í vikunni að hópslys varð úti á landi en ekki nærri höfuðborginni. Þannig hafði bráðamóttakan tíma til að manna stöður á meðan fólkið var flutt til borgarinnar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala, óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Þetta kom fram í máli hans í fréttum Stöðvar 2 í gær. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. Holskefla veirusýkinga eftir jólaboðin Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. „Það þarf að styrkja mönnunina. Það er áhyggjuefni að það hafi aðeins látið undan í mönnuninni, sérstaklega á bráðamóttökunni.“ Hann segir stöðuna ekki nýja. „Það má segja að allt síðasta ár höfum við verið í neyðarviðbragði,“ segir Willum. Álag hafi verið mikið á spítalanum vegna faraldurs kórónuveiru. Við bættist öflugt ferðamannasumar með fjölda ferðamanna. „Svo kemur nú holskefla veirusýkinga í þessu samkomuhaldi sem fylgir hátíðum. Þá verður þetta mjög krefjandi, sérstaklega fyrir bráðamóttökuna, sem er birtingarmyndin fyrir stöðuna. Hjartslátturinn er þarna.“ Fjölmargt þurfi að gera til að bregðast við, til skemmri og lengri tíma. Nefnir Willum að þegar hafi verið opnuð bráðadagdeild lyflækninga síðasta sumar til að draga úr álagi. Það hafi gefist vel. Sömuleiðis átak með Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu til að fjölga hjúkrunarrýmum. „Til lengri tíma þarf að sinna fjölbreyttum úrræðum eins og hvíldarúrræðum og endurhæfingarúrræðum og sveigjanlegum rýmum. Sú vinna mun halda áfram inn á þetta ár.“ Hjartslátturinn slær á bráðamóttökunni Hann segir Landspítalann með öfluga stjórn, stjórnendur og starfsfólk. Allt þurfi að vinna saman og dreifa álaginu til að nýta allt kerfið. Samningur við Læknavaktina um tvö stöðugildi hjúkrunarfræðinga í viðbót sé tryggður út árið. Þá þurfi að skoða hvort heilsugæslan geti stigið betur inn í. Samtalið sé stöðugt. „Bara í gær var samráðsfundur milli stofnana í Kraganum og Landspítlanum um hvernig við getum tekið sameiginlega á þessu.“ Ráðherra nefnir samvinnu við háskólaráðherra um að fjölga nemum og efla sérnám. Það taki auðvitað tíma. „En mönnunin er á allt kerfið. Ef það er erfitt að starfa á einum stað og þú hefur val þá kannski velurðu eitthvað annað. Það er eins og gengur og gerist í öllu.“ Sérfræðilæknir sem nýverið sagði upp á bráðamóttöku hefur sagt marga hjúkrunarfræðinga myndu snúa aftur til starfa fyrir hærri laun. Willum segir að vandinn sé ekki fjárhagslegur. „Spítalinn er alveg nægjanlega vel fjármagnaður. Það eru fjármunir fyrir þessu. Spítalinn hefur farið þá leið að borga álagsgreiðslur nánast út allt þetta ár í gegnum álagspunktana og viðbótarvinnuframlagsgreiðslur. Það er auðvitað það sem gerist þegar vantar starfsfólk. Þá lendir þetta á færri herðum sem þurfa auðvitað að vinna meira. Það er líka áhyggjuefni en þetta eru verkefnin sem að blasa við.“ Vandinn sé víðar en á Íslandi Willum segir að horfast þurfi í augu við vandann. „Það gengur yfir heiminn núna holskefla af veirusýkingun. Þetta er ekki bara einangrað við Ísland. Vissulega verðum við að mæta þessu og vinna þetta saman. Það er eina lausnin í þessu,“ segir Willum. Hann bætir við að þolgæðum starfsfólks sé auðvitað takmörk sett. Eggert Eyjólfsson sérfræðilæknir á bráðamóttöku, sem nýverið sagði upp, lýsti ástandinu á bráðamóttöku sem stríðsástandi. „Við erum með hópslys, umferðarlsys, og aðdáunarvert hvernig bráðamóttakan brást við. Við erum að gera allt sem við getum og í okkar valdi. Það gera stjórnendur og starfsfólk spítalans líka. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna. Hvort það er hægt að bregðast nægjanlega hratt við þannig að öllum líki, það er erfitt að meta það,“ segir Willum. Ráðherra var spurður hvort ekki stefni í að ríka fólkið fái læknisþjónustu en fátæka fólkið ekki. „Við erum ekki alveg komin þangað en vissulega höfum við byggt upp til margra ára blandað kerfi. Við þurfum að láta það kerfi ganga upp. Við þurfum að nýta alla sem eru í þessu kerfi og hlaupa saman. Þegar við ræðum um aldurssamsetningu í seinni tíð þá hefur það kannski sigið svolítið yfir okkur. Við höfum ekki brugðist nægjanlega hratt við með uppbygginu.“ Fjölmargt þurfi að bæta. Þá var Willum spurður út í aukinn fjölda alvarlegra atvika sem hafa komið upp á bráðamóttöku. „Alltaf þegar er aukið álag þá er alltaf hætta á að það komi upp alvarleg atvik. Þau eru skráð.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala, óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Þetta kom fram í máli hans í fréttum Stöðvar 2 í gær. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. Holskefla veirusýkinga eftir jólaboðin Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. „Það þarf að styrkja mönnunina. Það er áhyggjuefni að það hafi aðeins látið undan í mönnuninni, sérstaklega á bráðamóttökunni.“ Hann segir stöðuna ekki nýja. „Það má segja að allt síðasta ár höfum við verið í neyðarviðbragði,“ segir Willum. Álag hafi verið mikið á spítalanum vegna faraldurs kórónuveiru. Við bættist öflugt ferðamannasumar með fjölda ferðamanna. „Svo kemur nú holskefla veirusýkinga í þessu samkomuhaldi sem fylgir hátíðum. Þá verður þetta mjög krefjandi, sérstaklega fyrir bráðamóttökuna, sem er birtingarmyndin fyrir stöðuna. Hjartslátturinn er þarna.“ Fjölmargt þurfi að gera til að bregðast við, til skemmri og lengri tíma. Nefnir Willum að þegar hafi verið opnuð bráðadagdeild lyflækninga síðasta sumar til að draga úr álagi. Það hafi gefist vel. Sömuleiðis átak með Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu til að fjölga hjúkrunarrýmum. „Til lengri tíma þarf að sinna fjölbreyttum úrræðum eins og hvíldarúrræðum og endurhæfingarúrræðum og sveigjanlegum rýmum. Sú vinna mun halda áfram inn á þetta ár.“ Hjartslátturinn slær á bráðamóttökunni Hann segir Landspítalann með öfluga stjórn, stjórnendur og starfsfólk. Allt þurfi að vinna saman og dreifa álaginu til að nýta allt kerfið. Samningur við Læknavaktina um tvö stöðugildi hjúkrunarfræðinga í viðbót sé tryggður út árið. Þá þurfi að skoða hvort heilsugæslan geti stigið betur inn í. Samtalið sé stöðugt. „Bara í gær var samráðsfundur milli stofnana í Kraganum og Landspítlanum um hvernig við getum tekið sameiginlega á þessu.“ Ráðherra nefnir samvinnu við háskólaráðherra um að fjölga nemum og efla sérnám. Það taki auðvitað tíma. „En mönnunin er á allt kerfið. Ef það er erfitt að starfa á einum stað og þú hefur val þá kannski velurðu eitthvað annað. Það er eins og gengur og gerist í öllu.“ Sérfræðilæknir sem nýverið sagði upp á bráðamóttöku hefur sagt marga hjúkrunarfræðinga myndu snúa aftur til starfa fyrir hærri laun. Willum segir að vandinn sé ekki fjárhagslegur. „Spítalinn er alveg nægjanlega vel fjármagnaður. Það eru fjármunir fyrir þessu. Spítalinn hefur farið þá leið að borga álagsgreiðslur nánast út allt þetta ár í gegnum álagspunktana og viðbótarvinnuframlagsgreiðslur. Það er auðvitað það sem gerist þegar vantar starfsfólk. Þá lendir þetta á færri herðum sem þurfa auðvitað að vinna meira. Það er líka áhyggjuefni en þetta eru verkefnin sem að blasa við.“ Vandinn sé víðar en á Íslandi Willum segir að horfast þurfi í augu við vandann. „Það gengur yfir heiminn núna holskefla af veirusýkingun. Þetta er ekki bara einangrað við Ísland. Vissulega verðum við að mæta þessu og vinna þetta saman. Það er eina lausnin í þessu,“ segir Willum. Hann bætir við að þolgæðum starfsfólks sé auðvitað takmörk sett. Eggert Eyjólfsson sérfræðilæknir á bráðamóttöku, sem nýverið sagði upp, lýsti ástandinu á bráðamóttöku sem stríðsástandi. „Við erum með hópslys, umferðarlsys, og aðdáunarvert hvernig bráðamóttakan brást við. Við erum að gera allt sem við getum og í okkar valdi. Það gera stjórnendur og starfsfólk spítalans líka. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna. Hvort það er hægt að bregðast nægjanlega hratt við þannig að öllum líki, það er erfitt að meta það,“ segir Willum. Ráðherra var spurður hvort ekki stefni í að ríka fólkið fái læknisþjónustu en fátæka fólkið ekki. „Við erum ekki alveg komin þangað en vissulega höfum við byggt upp til margra ára blandað kerfi. Við þurfum að láta það kerfi ganga upp. Við þurfum að nýta alla sem eru í þessu kerfi og hlaupa saman. Þegar við ræðum um aldurssamsetningu í seinni tíð þá hefur það kannski sigið svolítið yfir okkur. Við höfum ekki brugðist nægjanlega hratt við með uppbygginu.“ Fjölmargt þurfi að bæta. Þá var Willum spurður út í aukinn fjölda alvarlegra atvika sem hafa komið upp á bráðamóttöku. „Alltaf þegar er aukið álag þá er alltaf hætta á að það komi upp alvarleg atvik. Þau eru skráð.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira