Heilbrigðis- og fjármálaráðherrar segja báðir að Landspítalinn sé nægilega vel fjármagnaður, þrátt fyrir alvarlega stöðu og ákall starfsfólks um auknar fjárveitingar. Menn sem segi upp á spítalanum eftir lestur á fjárlögum kunni ekki að lesa þau, að mati fjármálaráðherra. Nánar um málið í kvöldfréttum.
Það stefnir í nágrannaerjur á milli tveggja sveitarfélaga en íbúar í Kópavogi eru vægast sagt ósáttir við áform Garðbæinga um fyrirhugað iðnaðarsvæði sem á að reisa á lóðarmörkum bæjarfélaganna.
Von er á metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins í ár. Umhverfisstofnun kallar eftir stefnumörkun en segir þó jákvætt að hafnargjöld verði í samræmi við mengun frá skipunum. Þá kynnum við okkur nýtt samkomulag sem á að hraða íbúðauppbyggingu í borginni og kveðjum jólin í beinni frá þrettándabrennu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.