Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 06:52 Fréttastofa ræddi við fastagesti Vinjar í desember, sem sögðust ekki geta hugsað sér framhaldið enda reiddu þeir sig á félagsskapinn í Vin. Vísir/Ívar Fannar Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira