Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2023 10:00 Leikmennirnir sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 25. Bjarni Fritzson grafík/hjalti Bjarni Fritzson hefur getið sér gott orð sem rithöfundur og mokað út bókum um Orra óstöðvandi. Inni á vellinum var Bjarni líka oft svo gott sem óstöðvandi. Þrátt fyrir að búa yfir ýmsum eiginleikum, vera vel spilandi og með góðan leikskilning var hann þekktastur fyrir að vera mikill markaskorari. Bjarni skoraði og skoraði og skoraði svo meira. Alls urðu mörkin í efstu deild á Íslandi 1343 og hann er sjöundi markahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Bjarni Fritzson er einn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Hér skorar hann fyrir Akureyri á sínum gamla heimavelli í Austurberginu.vísir/vilhelm Bjarni vakti fyrst athygli í stórskemmtilegu liði ÍR skömmu eftir aldamótin og var fyrirliði þess. Lið ÍR var aðallega byggt upp á heimamönnum og undir stjórn Júlíusar Jónassonar komust Breiðhyltingar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2003 og urðu bikarmeistarar tveimur árum síðar. Eftir það hélt Bjarni til Frakklands þar sem hann átti góð ár. Hann kom svo heim og eftir eitt og hálft tímabil í FH, þar sem hann lék meðal annars með Aroni Pálmarssyni, fór hann norður til Akureyrar. Hefði getað komist enn lengra. Hafði leikskilning og einstakt skotlag og -tækni. Gaupi Þar hófst einn besti kaflinn á ferli Bjarna. Akureyri var þá með frábært lið með leikmenn á borð við Guðmund Hólmar Helgason, Heimi Örn Árnason, Odd Grétarsson, Sveinbjörn Pétursson og Geir Guðmundsson. Bjarni blómstraði fyrir norðan og Akureyringar urðu deildarmeistarar 2011 og komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og bikarúrslit sama tímabil. Bjarni varð markakóngur í annað sinn 2012 og varð síðan spilandi þjálfari liðsins. Hann lauk síðan ferlinum með sínu ástkæra ÍR-liði áður en hann tók við þjálfun þess. 24. Adam Haukur Baumruk grafík/hjalti Hauka grunaði eflaust ekki þegar þeir sömdu við Petr Baumruk 1990 að það væri fjárfesting nokkra áratugi fram í tímann. Petr var frábær með Haukum í rúman áratug og átti hvað stærstan þátt í að þeir urðu einir af stóru köllunum í íslenskum handbolta. Um tíu árum eftir að Petr hætti að spila kom svo annar Baumruk inn í lið Hauka. Og hann heitir eftir félaginu, Adam Haukur. Adam Haukur Baumruk hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Haukum.vísir/bára Líkt og pabbinn er Adam frábær varnarmaður, mikil skytta og einn besti seinni bylgju leikmaður sem sést hefur í deildinni hér heima. Um langt árabil hefur eitt beittasta og öruggasta sóknarvopn Olís-deildarinnar verið að Adam lyfti sér upp og láti vaða í seinni bylgjunni. Adam toppaði líklega í úrslitakeppninni 2016. Hann var sérstaklega öflugur í úrslitunum gegn Aftureldingu og frammistaða hans í þriðja leik liðanna á Ásvöllum verður lengi í minnum höfð. Adam skoraði fimmtán mörk sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í úrslitum. Haukar töpuðu reyndar leiknum en unnu næstu tvo og urðu Íslandsmeistarar. Frábær liðsmaður, fyrst og síðast. Í vörn og sókn. Hefði getað fest sig í sessi í íslenska landsliðinu. Gaupi Alls hefur Adam unnið átta stóra titla með Haukum, þar af tvo Íslandsmeistaratitla. Þá hefur hann fengið fjögur silfur. Þótt Adam sé ekki gamall hefur hann verið lengi að og til marks um það er hann næstmarkahæstur í úrslitakeppninni á því tímabili sem hér er undir. Aðeins fyrrverandi samherji hans, Sigurbergur Sveinsson, hefur skorað fleiri mörk í úrslitakeppninni á þessari öld. 23. Einar Rafn Eiðsson Einar Rafn Eiðsson var góður hornamaður með Fram og fyrstu árin með FH. En ferilinn fór ekki almennilega á flug fyrr en hann var færður fyrir utan, í stöðu hægri skyttu. Einar Rafn var burðarás í liði FH sem vann þrjá stóra titla á árunum 2017-19 og komst tvívegis í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Útilínan tímabilin 2016-17 og 2017-18 með þá Einar Rafn, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ásbjörn Friðriksson sprengdi einhverja skala yfir handboltagreind enda var sóknarleikur FH afar skilvirkur á þessum tíma. Einar Rafn Eiðsson er einn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar.vísir/bára Þar og stundum áður gengu andstæðingar FH mjög hart fram gegn Einari Rafni. Varnarmenn hans komast oft upp með ansi mikið gegn honum og vita líka að það er hægt að pirra hann og kippa úr sambandi með því að taka fast á honum. Einar Rafn er með einstaka skottækni, og býr þar kannski að fortíð sinni sem hornamaður, og gólfskot hans eru ein tilkomumesta sjón íslensks handbolta. Þá hefur hann gott auga fyrir spili. Einn hæfileikaríkasti leikmaður sem hefur leikið í deildinni síðustu ár. Frábær skotmaður en varnarleikurinn verið hans akkilesarhæll. Gaupi Eftir samtals átta tímabil hjá FH gekk Einar Rafn í raðir KA fyrir síðasta tímabil. Hann var mikið meiddur í fyrra en hefur verið frábær í vetur. Hann er markahæstur í Olís-deildinni og besti leikmaður hennar samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára er því afar fátt sem bendir til þess að hann sé að dala. 22. Markús Máni Michaelsson grafík/hjalti Markús Máni Michaelsson var í eina liði íslenskrar handboltasögu sem hefur mistekist að verða Íslandsmeistari eftir að hafa komist í 2-0 í úrslitaeinvígi. Hann náði sér ekki á strik í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 2002 og þurfti að sætta sig við silfurverðlaun ásamt Valsfélögum sínum sem töpuðu fyrir KA-mönnum, 3-2. Markús Máni Michaelsson afrekaði margt áður en hann lagði skóna á hilluna frekar ungur.fréttablaðið Hann fékk hins vegar uppreisn æru tímabilið 2006-07. Markús var þá fyrirliði Vals sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í níu ár eftir mikla baráttu við HK. Valsmennn tryggðu sér titilinn með sigri á Haukum í lokaumferðinni þar sem Markús skoraði tíu mörk. Hann lét ekki þar við sitja og fór með frumsamið ljóð sem hann samdi fyrir leikinn: „Loks er komið að því, / biðin enda tekur, / meistarar enn á ný, / Hlíðarenda sigurinn skekur.“ Leikmaður með bullandi sjálfstraust og hæfileika. Vantaði hins vegar leikskilning til að komast í allra fremstu röð. Gaupi Markús var markahæsti leikmaður Vals tímabilið 2006-07 með 139 mörk, eða rétt tæp sjö mörk að meðaltali í leik. Hann sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ og var valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum hennar. Á endanum fékk Markús því uppreisn æru fyrir vonbrigðin 2002 og óhætt er að segja hann hafi fengið þrjú M fyrir tímabilið 2006-07. 21. Roland Eradze grafík/hjalti Roland Valur Eradze er ekki bara besti erlendi markvörður sem hefur spilað hér á landi heldur einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi. Valsmenn duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu Roland frá Georgíu fyrir tímabilið 2000. Eftir að hafa misst af úrslitakeppninni tvö tímabil í röð komst Valur í undanúrslit 2001 og svo í úrslit ári seinna. Valsmenn voru þar með pálmann í höndunum, 2-0 yfir en KA-menn komu baka og urðu Íslandsmeistarar. Roland var valinn markvörður ársins 2002 og þjálfarar deildarinnar völdu hann einnig besta leikmann deildarinnar. Roland Valur Eradze spilaði fyrir íslenska landsliðið.fréttablaðið Roland hjálpaði ÍBV einnig að komast í úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins 2005 en þar áttu Eyjamenn ekki roð í Hauka. Roland fór til Stjörnunnar 2005 og þar vann hann loksins titla. Stjörnumenn urðu bikarmeistarar 2006 og 2007, ekki síst fyrir tilstuðlan Rolands sem var maður leiksins í báðum úrslitaleikjunum. Roland átti því hvað stærstan þátt í að Stjarnan vann helminginn af stóru titlunum í sögu félagsins. Án nokkurs vafa besti erlendur markvörðurinn sem leikið hefur í deildinni. Ótrúlegur á öllum sviðum en átti erfitt með að hemja skapið sem var honum stundum fjötur um fót. Gaupi Roland fékk íslenska ríkisborgararétt og spilaði með landsliðinu á nokkrum stórmótum. Áður hafði hann leikið um áttatíu leiki fyrir landslið Georgíu auk leikja fyrir yngri landslið Sovétríkjanna. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
25. Bjarni Fritzson grafík/hjalti Bjarni Fritzson hefur getið sér gott orð sem rithöfundur og mokað út bókum um Orra óstöðvandi. Inni á vellinum var Bjarni líka oft svo gott sem óstöðvandi. Þrátt fyrir að búa yfir ýmsum eiginleikum, vera vel spilandi og með góðan leikskilning var hann þekktastur fyrir að vera mikill markaskorari. Bjarni skoraði og skoraði og skoraði svo meira. Alls urðu mörkin í efstu deild á Íslandi 1343 og hann er sjöundi markahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Bjarni Fritzson er einn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Hér skorar hann fyrir Akureyri á sínum gamla heimavelli í Austurberginu.vísir/vilhelm Bjarni vakti fyrst athygli í stórskemmtilegu liði ÍR skömmu eftir aldamótin og var fyrirliði þess. Lið ÍR var aðallega byggt upp á heimamönnum og undir stjórn Júlíusar Jónassonar komust Breiðhyltingar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2003 og urðu bikarmeistarar tveimur árum síðar. Eftir það hélt Bjarni til Frakklands þar sem hann átti góð ár. Hann kom svo heim og eftir eitt og hálft tímabil í FH, þar sem hann lék meðal annars með Aroni Pálmarssyni, fór hann norður til Akureyrar. Hefði getað komist enn lengra. Hafði leikskilning og einstakt skotlag og -tækni. Gaupi Þar hófst einn besti kaflinn á ferli Bjarna. Akureyri var þá með frábært lið með leikmenn á borð við Guðmund Hólmar Helgason, Heimi Örn Árnason, Odd Grétarsson, Sveinbjörn Pétursson og Geir Guðmundsson. Bjarni blómstraði fyrir norðan og Akureyringar urðu deildarmeistarar 2011 og komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og bikarúrslit sama tímabil. Bjarni varð markakóngur í annað sinn 2012 og varð síðan spilandi þjálfari liðsins. Hann lauk síðan ferlinum með sínu ástkæra ÍR-liði áður en hann tók við þjálfun þess. 24. Adam Haukur Baumruk grafík/hjalti Hauka grunaði eflaust ekki þegar þeir sömdu við Petr Baumruk 1990 að það væri fjárfesting nokkra áratugi fram í tímann. Petr var frábær með Haukum í rúman áratug og átti hvað stærstan þátt í að þeir urðu einir af stóru köllunum í íslenskum handbolta. Um tíu árum eftir að Petr hætti að spila kom svo annar Baumruk inn í lið Hauka. Og hann heitir eftir félaginu, Adam Haukur. Adam Haukur Baumruk hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Haukum.vísir/bára Líkt og pabbinn er Adam frábær varnarmaður, mikil skytta og einn besti seinni bylgju leikmaður sem sést hefur í deildinni hér heima. Um langt árabil hefur eitt beittasta og öruggasta sóknarvopn Olís-deildarinnar verið að Adam lyfti sér upp og láti vaða í seinni bylgjunni. Adam toppaði líklega í úrslitakeppninni 2016. Hann var sérstaklega öflugur í úrslitunum gegn Aftureldingu og frammistaða hans í þriðja leik liðanna á Ásvöllum verður lengi í minnum höfð. Adam skoraði fimmtán mörk sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í úrslitum. Haukar töpuðu reyndar leiknum en unnu næstu tvo og urðu Íslandsmeistarar. Frábær liðsmaður, fyrst og síðast. Í vörn og sókn. Hefði getað fest sig í sessi í íslenska landsliðinu. Gaupi Alls hefur Adam unnið átta stóra titla með Haukum, þar af tvo Íslandsmeistaratitla. Þá hefur hann fengið fjögur silfur. Þótt Adam sé ekki gamall hefur hann verið lengi að og til marks um það er hann næstmarkahæstur í úrslitakeppninni á því tímabili sem hér er undir. Aðeins fyrrverandi samherji hans, Sigurbergur Sveinsson, hefur skorað fleiri mörk í úrslitakeppninni á þessari öld. 23. Einar Rafn Eiðsson Einar Rafn Eiðsson var góður hornamaður með Fram og fyrstu árin með FH. En ferilinn fór ekki almennilega á flug fyrr en hann var færður fyrir utan, í stöðu hægri skyttu. Einar Rafn var burðarás í liði FH sem vann þrjá stóra titla á árunum 2017-19 og komst tvívegis í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Útilínan tímabilin 2016-17 og 2017-18 með þá Einar Rafn, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ásbjörn Friðriksson sprengdi einhverja skala yfir handboltagreind enda var sóknarleikur FH afar skilvirkur á þessum tíma. Einar Rafn Eiðsson er einn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar.vísir/bára Þar og stundum áður gengu andstæðingar FH mjög hart fram gegn Einari Rafni. Varnarmenn hans komast oft upp með ansi mikið gegn honum og vita líka að það er hægt að pirra hann og kippa úr sambandi með því að taka fast á honum. Einar Rafn er með einstaka skottækni, og býr þar kannski að fortíð sinni sem hornamaður, og gólfskot hans eru ein tilkomumesta sjón íslensks handbolta. Þá hefur hann gott auga fyrir spili. Einn hæfileikaríkasti leikmaður sem hefur leikið í deildinni síðustu ár. Frábær skotmaður en varnarleikurinn verið hans akkilesarhæll. Gaupi Eftir samtals átta tímabil hjá FH gekk Einar Rafn í raðir KA fyrir síðasta tímabil. Hann var mikið meiddur í fyrra en hefur verið frábær í vetur. Hann er markahæstur í Olís-deildinni og besti leikmaður hennar samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára er því afar fátt sem bendir til þess að hann sé að dala. 22. Markús Máni Michaelsson grafík/hjalti Markús Máni Michaelsson var í eina liði íslenskrar handboltasögu sem hefur mistekist að verða Íslandsmeistari eftir að hafa komist í 2-0 í úrslitaeinvígi. Hann náði sér ekki á strik í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 2002 og þurfti að sætta sig við silfurverðlaun ásamt Valsfélögum sínum sem töpuðu fyrir KA-mönnum, 3-2. Markús Máni Michaelsson afrekaði margt áður en hann lagði skóna á hilluna frekar ungur.fréttablaðið Hann fékk hins vegar uppreisn æru tímabilið 2006-07. Markús var þá fyrirliði Vals sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í níu ár eftir mikla baráttu við HK. Valsmennn tryggðu sér titilinn með sigri á Haukum í lokaumferðinni þar sem Markús skoraði tíu mörk. Hann lét ekki þar við sitja og fór með frumsamið ljóð sem hann samdi fyrir leikinn: „Loks er komið að því, / biðin enda tekur, / meistarar enn á ný, / Hlíðarenda sigurinn skekur.“ Leikmaður með bullandi sjálfstraust og hæfileika. Vantaði hins vegar leikskilning til að komast í allra fremstu röð. Gaupi Markús var markahæsti leikmaður Vals tímabilið 2006-07 með 139 mörk, eða rétt tæp sjö mörk að meðaltali í leik. Hann sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ og var valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum hennar. Á endanum fékk Markús því uppreisn æru fyrir vonbrigðin 2002 og óhætt er að segja hann hafi fengið þrjú M fyrir tímabilið 2006-07. 21. Roland Eradze grafík/hjalti Roland Valur Eradze er ekki bara besti erlendi markvörður sem hefur spilað hér á landi heldur einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi. Valsmenn duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu Roland frá Georgíu fyrir tímabilið 2000. Eftir að hafa misst af úrslitakeppninni tvö tímabil í röð komst Valur í undanúrslit 2001 og svo í úrslit ári seinna. Valsmenn voru þar með pálmann í höndunum, 2-0 yfir en KA-menn komu baka og urðu Íslandsmeistarar. Roland var valinn markvörður ársins 2002 og þjálfarar deildarinnar völdu hann einnig besta leikmann deildarinnar. Roland Valur Eradze spilaði fyrir íslenska landsliðið.fréttablaðið Roland hjálpaði ÍBV einnig að komast í úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins 2005 en þar áttu Eyjamenn ekki roð í Hauka. Roland fór til Stjörnunnar 2005 og þar vann hann loksins titla. Stjörnumenn urðu bikarmeistarar 2006 og 2007, ekki síst fyrir tilstuðlan Rolands sem var maður leiksins í báðum úrslitaleikjunum. Roland átti því hvað stærstan þátt í að Stjarnan vann helminginn af stóru titlunum í sögu félagsins. Án nokkurs vafa besti erlendur markvörðurinn sem leikið hefur í deildinni. Ótrúlegur á öllum sviðum en átti erfitt með að hemja skapið sem var honum stundum fjötur um fót. Gaupi Roland fékk íslenska ríkisborgararétt og spilaði með landsliðinu á nokkrum stórmótum. Áður hafði hann leikið um áttatíu leiki fyrir landslið Georgíu auk leikja fyrir yngri landslið Sovétríkjanna.
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01